Sumarferð Hrannar 2011

Við stefnum á Vatnsnes í sumar V.Hún. helgina 24. til 26. júní 2011
Skoðun Hvítserk, Borgarvirki, Hindisvík, og etv. Illugastaði, Kolugil og fleira.
Förum á eigin bílum, með tjald, vagn, kuðung, fellihýsi eða Visakortið.
Gott væri að frétta af líklegri þátttöku og hvaða gistingu menn vilja nota.
Sendið okkur í stjórninni H.H. - G.E. og THÁ sem fyrst uppl.

Félagsgjöldin

Eins og var ákveðið á aðalfundinum, verður félagsgjaldið fyrir 2011 óbreitt, eða 8.000 fyrir félagsmann og 4.000 fyrir annan á heimili.

Greiða má félagsgjöldin inn á hlaupareikning deildarinnar nr. 0334-26-1690, kennitalan er 611282-0369.

Helgi Hafsteinsson gjaldkeri. 


Leikhúsferð - Lér konungur

Menninganefnd er með frátekna 20 miða á 8 bekk í Þjóðleikhúsinu á stór-verkið Lér konungur, þann 17. febrúar 2011.   Verð til okkar er kr. 3.100 í stað 3.900.  Það þarf að sækja/staðfesta miða fyrir 10. febrúar. Við stefnum að því að hittast fyrir eða eftir sýningu á góðum veitingastað.  Það verður auglýst síðar.Með kveðju frá nefndinniKristín og Jóna Rún

Hrönn Skíðafélag. Vetrardagskrá og starf í Skálafelli 2011

Föstudaginn 14. janúar Aðalfundur Álfabergi 14 hjá Ingu og Trausta.

29. – 30. janúar. Skíði í Skálafelli.

5. –  6. febrúar.  Skíði í Skálafelli.

12. - 13. febrúar. Skíði í Skálafelli.

Febrúar.  Félagsfundur í Reykjavík. Myndavinna ?

17. febrúar Menningarnefnd : Lér konungur (Þjóðleikhús)

25. febrúar (föstudagur) Árshátíð  í Skálafelli

26. – 27. febrúar. Skíði í Skálafelli.

4. til 13. mars. Skíðaferðin í ár. Farið verður til  Akureyrar.

19. – 20. mars. Skíði í Skálafelli.

mars Menningarnefnd

26.-27. mars  Skíði í Skálafelli. 

10. apríl. (sunnudagur)Örferð á Reykjanes.

apríl 30 ára vígsluafmæli skálans (11.apríl1981).

16. – 17. apríl. Skíði í Skálafelli.

21.-25. apríl  Páskar í Skálafelli

mai.  Vorfundur í  Öskjuhlíð, ganga og kaffi á eftir.

Júní - Júlí  Sumarferð. (Nánar seinna )

September  Fundur í Skálafelli, myndasýning.

20. október (fimmtudagur)Félagsfundur.

Nóvember Félagsfundur / menningarnefnd / leikhús.

2. desember (föstudagur) Aðventufundur.

13. janúar 2012 (föstudagur) Aðalfundur.

Við stefnum að því að nýta aðstöðuna meira í vetur en undanfarna vetur.

Vinsamlega sendið tölvupóst til gjaldkera ef netföng, heimilisföng eða símanúmer hafi breyst nýlega.

Sjáumst hress, Og hlökkum til vetrarins.

Torfi, Guðmundur og Helgi. ( drög, gert í jan. 2011 )


Örferð á Reykjanes

Reykjanesið heillaði ferðalangana sem fóru í sína fjórðu örferð um Reykjanesið með Hörð Gíslason sem leiðsögumann. Farið var um Hafnir og gengið á einn Stampinn. Vel mátti sjá gígaröðina í sjó fram. Ósabotnar skoðaðir og gengið um Þórshöfn. Skammt þar frá hafði vöruflutningaskipið Jamestown strandað með mikið góss 1881. Skipið var gríðarstórt seglskip. 100 metra langt og 20 metra breitt. Lestarnar fullar af úrvals timbri. Fjöldi húsa á Suðurnesjum var byggður úr viðnum. Líkur eru á því að burðarvirki Baldursgötu 1 í Reykjavík þar sem Guðmundur ólst upp, hafi komið úr þessu strandi. Skoðuðum við eitt af tröllauknum akkerum Jamestown í Höfnum. Hörður fór á kostum. Guðmundur hafði lofað sólskini. Þá var auðvitað sólskin. Dísa var hin kátasta og skokkaði á mili. Gengst upp í hlutverkinu að halda hjörðinni saman. Heim komst "hjörðin" sæl og rjóð í vanga efir góðan dag. Örferð 1Vilborg skráði

Vetrardagskrá og starf í Skálafelli 2010

Skíðadeild Hrannar

Vetrardagskrá og starf í Skálafelli  2010

Föstudaginn 15. janúar Aðalfundur Álfabergi 14 hjá Ingu og Trausta.

30 – 31 janúar. Skíði í Skálafelli.

6 – 7 febrúar.  Skíði í Skálafelli.

12 febrúar (föstudagur) Árshátíð verður í Skálafelli

13 - 14 febrúar. Skíði í Skálafelli.

18. febrúar (fimmtudagur)Fjölskyldan í Borgarleikhúsinu  kl. 19.00.

20 – 21 febrúar. Skíði í Skálafelli.

27 – 28 febrúar. Skíði í Skálafelli.

5. til 14. Mars. Skíðaferðin í ár. Farið verður til  Akureyrar.

20 – 21 mars. Skíði í Skálafelli.

28 mars (sunnudagur) Afmælisfundur í Skálafelli.

1-5 apríl Páskar í Skálafelli.

10 – 11 apríl. Skíði í Skálafelli.

17 – 18 apríl. Skíði í Skálafelli.

22 apríl. (fimmtudagur) Félagsfundur að Digranesveigi 69.

24 apríl. (laugardagur) Örferð á Reykjanes - Hafnir.

mai.  Vorfundur í  Öskjuhlíð.

2-4 Júlí Sumarferð.

22 október Félagsfundur.

Nóvember Félagsfundur / menningarnefnd.

11 desember (laugardagur) Aðventufundur.

14 janúar 2011(föstudagur) Aðalfundur.

Við stefnum að því að nýta aðstöðuna meira í vetur en undanfarna vetur.Vinsamlega sendið tölvupóst til gjaldkera ef netföng, heimilisföng eða símanúmer hafi breyst nýlega. Sjáumst hress, Og hlökkum til vetrarins.

Torfi, Guðmundur og Helgi. ( gert í jan 2010 )

 


Pallur fyrir ofan skíðaskálann endurnýjaður

Undanfarnar vikur hafa nokkrir félagar tekið sig til og endurnýjað pallin fyrir ofan skálan okkar í Skálafelli. Gólf pallsins og burðarbitar voru orðiðnir fúnir. Sér nú fyrir endan á þessu verkefni. Myndir af framkvæmdunum má sjá á myndasíðunni.IMG_3522_edited

Leikhúsferð

Ákveðið hefur verið að fara í  Þjóðleikhúsið  fimmtudagskvöldið 12. nóvember kl. 20:00.Sýningin sem varð fyrir valinu er BRENNUVARGARNIR eftir Mark Fisch í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.Miðarnir eru skráðir á Skíðadeild Hrannar c/o Jóna Rún Gunnarsdóttir og síðustu forvöð að kaupa sér miða er viku fyrir sýningu, þ.e.a.s. 5. nóvember. Almennt miðaverð er 3.400 krónur en okkar verð er 2.800 krónur. Í umsögn um sýninguna segir:„Magnað verk um hugleysi og græðgi. Brennuvargarnir er eitt af frægustu leikritum 20. aldarinnar, bráðfyndin og óvægin þjóðfélagsádeila. Verkið var frumsýnt í Sviss fyrir rúmri hálfri öld, og hefur síðan þá verið leikið í fjölda uppsetninga víðs vegar um heim. Góðborgarinn Biedermann tekur inn á heimili sitt tvo menn, sem ýmislegt bendir til að séu í raun stórhættulegir brennuvargar. Á meðan Bidermann rembist við að telja sér trú um að allt sé í lagi og ekkert að óttast, byrja kumpánarnir að hlaða upp olíutunnum á háaloftinu í húsi hans.    Höfundurinn rannsakar hér, með sínu einstaka skopskyni, hugleysi manneskjunnar og græðgi, og tilhneigingu okkar til að trúa því fyrst og fremst sem hentar okkur hverju sinni og afneita því sem kemur okkur illa.“ Þess má geta að leikritið hefur fengið mjög góða dóma.

Vatnshöll

Í sumar tók stjórn skíðadeildar Hrannar ákvörðun að yfirfara vatnskerfið. Fúskhúsið var rifið og gert var við leka tanka. Fengið var vegræsi hjá vegagerðinni og sett yfir og myndaði þar með nýtt hús sem fékk nafnið "Vatnshöllin". Hægt er að sjá myndir af framkvæmdunum á myndasíðunni.

Skátar í Skálafelli

Dagana 20 - 22 Júlí gistu um 50 skátar í skálafelli. Þeir reistu tjaldbúðir í barnabrekkuni og gistu þar og í skálanum. Upphaflega var áættlað að þeir yrðu fram á föstudag en þurftu að fara í annan skála þegar vatnið í tönkunum kláraðist,og fjallið var nánast þurt. Sjá má nánari umfjöllun um dvölina á slóðini http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/23/skatar_i_islenskri_fjallaromantik/ .

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband