Leikhúsferð

Ákveðið hefur verið að fara í  Þjóðleikhúsið  fimmtudagskvöldið 12. nóvember kl. 20:00.Sýningin sem varð fyrir valinu er BRENNUVARGARNIR eftir Mark Fisch í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.Miðarnir eru skráðir á Skíðadeild Hrannar c/o Jóna Rún Gunnarsdóttir og síðustu forvöð að kaupa sér miða er viku fyrir sýningu, þ.e.a.s. 5. nóvember. Almennt miðaverð er 3.400 krónur en okkar verð er 2.800 krónur. Í umsögn um sýninguna segir:„Magnað verk um hugleysi og græðgi. Brennuvargarnir er eitt af frægustu leikritum 20. aldarinnar, bráðfyndin og óvægin þjóðfélagsádeila. Verkið var frumsýnt í Sviss fyrir rúmri hálfri öld, og hefur síðan þá verið leikið í fjölda uppsetninga víðs vegar um heim. Góðborgarinn Biedermann tekur inn á heimili sitt tvo menn, sem ýmislegt bendir til að séu í raun stórhættulegir brennuvargar. Á meðan Bidermann rembist við að telja sér trú um að allt sé í lagi og ekkert að óttast, byrja kumpánarnir að hlaða upp olíutunnum á háaloftinu í húsi hans.    Höfundurinn rannsakar hér, með sínu einstaka skopskyni, hugleysi manneskjunnar og græðgi, og tilhneigingu okkar til að trúa því fyrst og fremst sem hentar okkur hverju sinni og afneita því sem kemur okkur illa.“ Þess má geta að leikritið hefur fengið mjög góða dóma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband