Örferð á Reykjanes

Þann 18. apríl 2009 var farin ein stutt örferð til sögu- og náttúruskoðunar á Reykjanes.  Gengið var úr Leiru í Innri-Garð.  Á leiðinni var að finna minjar gamallar byggðar sem nú er í eyði með rústum, vörum og brunnum.  Síðan var farið í veitingahúsið Flösina og litið við í minnjasafninu í Garði. Skoðað var að utan gamala prestsetrið á Útskálum en endurbygging þess stendur nú yfir.  Þar er ætlunin að opna fræðsetur um sögu og hlutverk prestsetra á landinu en hlutverk þeirra varð meira þegar klaustrin hurfu. Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúinu.

Örferð um Reykjanes

Næst komandi laugadag verður farið í hina árlegu örferð um Reykjanes.  Lagt verður af stað frá Mjóddinni, kl 10 og komið til baka milli kl. 16 og 17.
Ferðatilhögun verður í grófum dráttum þannig að skoðað verður sérstaklega vel í gönguferð svæðið frá Leiru í Inn-Garð. Á svæðinu er eyðibyggð og sérstök náttúra. Að hluta grýtt og hrjóstugt land.  Stefnt er að því að hafa hádegishlé í Flösinni við Garðskagavita um kl 13.  Á bakaleið verða skoðaðir sögufrægir staðir eins og tíminn leyfir.
Gjald verður um 1500 til 2000 kr. á mann fyrir 12 - 14 manna rútu.  Matarverð liggur ekki fyrir en það verður sanngjarn.  Nauðsynlegt er vegna undirbúnings að fá að vita um þátttöku fyrir fimmtudagskvöld.
Með bestu kveðju
Guðmundur sími 557 4958

Stjórn Skíðadeildar Hrannar

Torfi H. Ágústsson, formaður, sími 567 8455 gsm.899 8455 netfang : torfiha@simnet.is

Guðmundur, ritari

Helgi Hafsteinsson, gjaldkeri sími 554 5761 gsm 897 6801 netfang: hildur.helgi@isl.is

Páskar í Skálafelli

Stjórn Skíðadeildar Hrannar vill hvetja félagsmenn til að hittast í brekkunum á laugardaginn,  og eiga góða stundir í skálanum þess á milli. Að sjálfsögðu verður fjallið vonandi nýtt alla páskana. Kveðja stjórnin.

Páskar í Skálafelli

Senn líður að páskum, og en er nægur snjór í fjallinu, stefnum að því að hittast hress og kát og rifja upp gamla og nýja daga. Nánari fréttir koma inn þegar nær dregur og veðurspár fara að vera markvisari. Fylgist því með fréttum þegar nær dregur.

Skíði í Skálafelli

DSCN1044     Frábær dagur í Skálafelli í dag, mikill og góður snjór í troðnum leiðum. Fjallið er greinilega tilbúið fyrir páskana. Sennilega verður skálaleiga í þessari viku ef veður leyfir. 

Félagsgjöldin

Gjaldkeri vill minna á félagsgjöldin. Sjá upplýsingar í bréfi sem félagsmenn fengu sent

Dagskrá vetrarins.

Gönguferð í Elliðarárdal kl.20.30 (við Höfðabakkabrú) öll mánudagskvöld.

16.janúar 2009  Aðalfundur hjá Ingu og Trausta. 

31.jan. til 14.feb. Skíðaferð til Ítalíu, Selva Dolomitafjöllum.
6.mars Leikhúsferð  Hart í bak, Þjóðleikhúsinu.
 

14 – 15 mars. Skíði í Skálafelli.

19. mars (fimtudagur) Félagsfundur hjá Helga og Hildi.

21 – 22 mars. Skíði í Skálafelli.

28 – 29 mars. Skíði í Skálafelli.

4 – 5 apríl. Skíði í Skálafelli.

9 – 13 apríl. Páskar í Skálafelli.

18. apríl (laugardagur) Örferð á Reykjanes.

14 mai (fimtudagur) Félagsfundur í Heiðmörk , kakó og kleinur.

19.-21.júní Sumarferð.

24. september,  haustfundur.


Facebook

Gjaldkeri hefur búið til hóp á „ facebook“ þar sem félagar geta skipst á skoðunum. Sækja þarf um að komast í hópinn.

slóðin er: http://www.facebook.com/profile.php?id=1612359142&ref=profile#/group.php?sid=4f594f5add1aa128ddd632726a5de53f&gid=63085958244

endilega verið með!


Næsti félagsfundur

 Við boðum til fundar hjá Helga og Hildi  næsta fimmtudag þann 19.mars kl. 20 að Digranesvegi 69 Kóp.  Fundarefni : félagsstörf og myndasýning (gamlar árshátíðir)( þeir sem eiga gamlar slaides myndir eru hvattir til að taka þær með á fundin). Mætum hress og ekki gleyma góðu kökunum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband