22.4.2009 | 17:34
Örferð á Reykjanes
Þann 18. apríl 2009 var farin ein stutt örferð til sögu- og náttúruskoðunar á Reykjanes. Gengið var úr Leiru í Innri-Garð. Á leiðinni var að finna minjar gamallar byggðar sem nú er í eyði með rústum, vörum og brunnum. Síðan var farið í veitingahúsið Flösina og litið við í minnjasafninu í Garði. Skoðað var að utan gamala prestsetrið á Útskálum en endurbygging þess stendur nú yfir. Þar er ætlunin að opna fræðsetur um sögu og hlutverk prestsetra á landinu en hlutverk þeirra varð meira þegar klaustrin hurfu. Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.