Örferð um Reykjanes

Næst komandi laugadag verður farið í hina árlegu örferð um Reykjanes.  Lagt verður af stað frá Mjóddinni, kl 10 og komið til baka milli kl. 16 og 17.
Ferðatilhögun verður í grófum dráttum þannig að skoðað verður sérstaklega vel í gönguferð svæðið frá Leiru í Inn-Garð. Á svæðinu er eyðibyggð og sérstök náttúra. Að hluta grýtt og hrjóstugt land.  Stefnt er að því að hafa hádegishlé í Flösinni við Garðskagavita um kl 13.  Á bakaleið verða skoðaðir sögufrægir staðir eins og tíminn leyfir.
Gjald verður um 1500 til 2000 kr. á mann fyrir 12 - 14 manna rútu.  Matarverð liggur ekki fyrir en það verður sanngjarn.  Nauðsynlegt er vegna undirbúnings að fá að vita um þátttöku fyrir fimmtudagskvöld.
Með bestu kveðju
Guðmundur sími 557 4958

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband