Örferð á Reykjanes

Reykjanesið heillaði ferðalangana sem fóru í sína fjórðu örferð um Reykjanesið með Hörð Gíslason sem leiðsögumann. Farið var um Hafnir og gengið á einn Stampinn. Vel mátti sjá gígaröðina í sjó fram. Ósabotnar skoðaðir og gengið um Þórshöfn. Skammt þar frá hafði vöruflutningaskipið Jamestown strandað með mikið góss 1881. Skipið var gríðarstórt seglskip. 100 metra langt og 20 metra breitt. Lestarnar fullar af úrvals timbri. Fjöldi húsa á Suðurnesjum var byggður úr viðnum. Líkur eru á því að burðarvirki Baldursgötu 1 í Reykjavík þar sem Guðmundur ólst upp, hafi komið úr þessu strandi. Skoðuðum við eitt af tröllauknum akkerum Jamestown í Höfnum. Hörður fór á kostum. Guðmundur hafði lofað sólskini. Þá var auðvitað sólskin. Dísa var hin kátasta og skokkaði á mili. Gengst upp í hlutverkinu að halda hjörðinni saman. Heim komst "hjörðin" sæl og rjóð í vanga efir góðan dag. Örferð 1Vilborg skráði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband